SYNGJANDI ÁST

    Söngvarinn Valdimar, einn sá besti, er genginn út – ástfanginn upp fyrir haus. Sú heppna heitir Anna Björk Sigurjónsdóttir hjúkrunarnemi og flugfreyja hjá Icelandair.

    Valdimar og Anna Björk hafa verið saman um skeið og geislar af þeim hvar sem þau fara. Þau búa þó ekki saman en Anna Björk mun vera að kaupa sér íbúð sem verður kannski ástarhreiður þeirra.

    Stórsöngvarinn Valdimar hefur verið í miklu líkamsræktarátaki síðustu misserin og hafa fjölmiðlar greint frá 40 kílóum sem eru fokin. En kannski er það ástin sem olli; annað eins hefur nú gerst.

    Auglýsing