40 ÁR SÍÐAN SUSAN BAÐAÐI SIG Á RÖÐLI

    Heitasta atriðið í reykvísku skemmtanalífi fyrir 40 árum var Susan sem baðaði sig í hljómsveitarpásum á dansleikjum á skemmtistaðnum Röðli sem var staðsettur á annari hæð í húsi á horni Nóatúns og Skipholts. Susan fór á milli skemmtistaða með sápubalann sinn og kom einnig fram í Klúbbnum í Borgartúni og Þórskaffi í Brautarholti. Þótti flott atriði og upplífgandi enda kom það frá útlöndum. Susan var dönsk.

    Auglýsing