SAGT ER…

…að á einu ár þá hafi tæplega 4.200 óskilamunum verið komið fyrir í geymslu Strætó á Hesthálsi en einungis 18% hafa skilað sér til eigenda sinna enda langt að fara upp í höfuðstöðvar Strætó á Hestháls til að ná í þetta.

Samkvæmt núverandi ferli Strætó er vörslutími óskilamuna eitt ár en mun nú styttast í hálft ár. Allur fatnaður sem ekki er sóttur er gefin til Rauða krossins og Fjölskylduhjálparinnar að vörslutíma loknum en öðrum óskilamunum fargað á viðeigandi hátt. Matvæli sem finnast eru að jafnaði geymd í tvo daga.

Auglýsing