SKEIÐENDUR GLEÐJA HAFNFIRÐINGA

    Sveinn og önnur "systirin".

    Tvær skeiðandarkollur eru búnar að vera gleðja marga undanfarið í Hafnarfirði,” segir Sveinn Jónsson sem smellti þessari. 

    Íslenski skeiðandarstofninn er mjög fáliðaður og langflestir fuglarnir farfuglar. Þó kemur fyrir að einstaka fuglar sjáist yfir veturinn eins og þessar tvær kollur. Það er alltaf gaman að sjá skeiðendur og þó blikarnir séu vinsælli til myndatöku þá er skeiðandarkollan það ekki síður vegna hins sérkennilega goggs sem einkennir hana eins og blikann.Yfirleitt eru skeiðendur fremur varar um sig en þessar tvær vinkonur, eða jafnvel systur, voru óvenju gæfar.”

    Auglýsing