SAGT ER…

…að Hafnarfjarðarbær hafi auglýst 45 lóðir fyrir um 90 íbúðir til úthlutunar í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð. Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls og er skjólsælt svæði umvafið gríðarlegri náttúrufegurð.

Um er að ræða fjórar einbýlishúslóðir og ellefu parhúsalóðir sem eru lausar til úthlutunar. Einstaklingar ganga fyrir við úthlutun á lóðunum og hægt er að skoða og sækja um rafrænt á “Mínar síður” á vef Hafnarfjarðarbæjar. Þá er óskað eftir tilboðum lögaðila í 25 tvíbýlishúsalóðir, 4 raðhúsalóðir og 3 fjölskylduhúsalóðir. Búið er að marka lágmarksverð í lóðirnar og teljast tilboð undir lágmarksverði ógild. Öll aðstaða verður til fyrirmyndar í hverfinu og til marks um það var fyrsta skóflustunga að Skarðshlíðarskóla tekin í haust sem leið og standa framkvæmdir yfir við hann núna. Skólinn mun samanstanda af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.800 m2, tónlistarskóla um 480 m2, leikskóla um 760 m2 og íþróttahús um 870 m2, sam­tals um 8.910 m2. Bygging­arn­ar verða hannaðar samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar. Í því felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan alls fólks í fyrir rúmi.

Auglýsing