HJALTEYRARMÁLIÐ HEIT KARTAFLA Í RÍKISSTJÓRN

Hjalteyrarmálið er orðið eins og heit kartafla í ríkisstjórninni þar sem hver bendir á annan – sjá hér.

Richard Thors

Í glæsilegu húsi þar sem vistheimilið var er nú rekin ferðaþjónustan The Viking Country Club en húsið var reist af Thorsurunum þegar risabræðsluverksmiðja þeirra var byggð þar í fjörunni (1937) og var um leið heimili og aðsetur Richard Thors, eins af sonum Thors Jensen, en Richrad var lengst af framkvæmdastjóru útgerðarfélags Thorsarana, Kveldúlfs – glæsileg híbýli með stórum stofum með útsýni yfir verksmiðjuna þar sem Richard gat fylgst með gangi mála. Í kjallara voru svo mörg herbergi fyrir starfsfólk og þjónustulið. Gatan upp að húsinu, það eina í götunni, heitir svo eftir Richard enn í dag.

Verksmiðja Thorsarana á Hjalteyri – útsýni úr húsinu sem síðar varð vistheimili og nú er í fréttum.
Auglýsing