SAGT ER…

…að komið hafi upp sú hugmynd að breyta nafni Litlu-Melabúðarinnar á Flúðum í Gussco því eigandinn, Guðjón Birgisson, er kallaður Gussi og álíka mikið að gera í búðinni og í Costco í Garðabæ miðað við höfðatölu. Í “Gussco” eru seldar vörur beint frá bónda – grænmeti, nautakjöt,hrossabjúgu, ber, silungur, hunang, ábrestir, flatkökur og sultur svo eitthvað sé nefnt.

Auglýsing