30 SJÓHOLUR BORAÐAR Í ÞORLÁKSHÖFN

    Fiskur í landeldi.

    Landeldi hf. og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. hafa skrifað undir verksamning um borun á 30 sjóholum í Þorlákshöfn sem verða allt að 100 metrar á dýpt. Jafnframt er stefnt á borun á ferskvatnsholum og mæli- og vöktunarholum. Samningurinn tryggir Landeldi hraunsíaðan sjó fyrir allan fyrsta áfanga félagsins. Verktíminn er áætlaður 15 mánuðir og verður borinn Saga notaður til verksins. Verkið hefst á komandi vikum.

    Samkvæmt samningi skuldbindur Ræktunarsambandið sig til að fjárfesta í rafmagnspressum og Landeldi að útvega raforku til verksins. Með þessu er olíu skipt út fyrir raforku í borverkinu að stórum hluta, sem er nýjung hér á landi í borun á sjóholum. Samningurinn er einn umhverfisvænasti sinnar tegundar og liður í vegferð beggja fyrirtækja að settu markmiði í umhverfismálum.

    Auglýsing