SAGT ER…

Gerður Pálmadóttir, þekkt sem gerður í Flónni þegar hún innleiddi second-hand tískubúðir í Reykjavík á áttunda áratugnum, er sjötug í dag og segir:

“70 ár? Þvílík hraðferð. Kannski var það best í ferðalaginu að ákveða aldrei að ‘verða eitthvað fyrirfram ákveðið’ þegar ég yrði stór, enda enn að kíkja á það mál. Það hefur gefið tækifæri til atlögu við alls kyns spennandi viðfangsefni sem hafa mætt til leiks óvænt án fyrirfram ákveðinna skilyrða. Nú er ég á leið inn í hrikalega skemmtilegt verkefni sem ég vona að þið komist ekki hjá að taka þátt í með mér, hver veit?”

Auglýsing