EDRÚ Í ALDARFJÓRÐUNG

"Móðgun við heilann og taugakerfið".

“Að fara í gegnum lífið í 25 ár án þess að setja línu á spegil, reykja jónu eða hass í pípu eða drekka vín er svo magnað. 11. september er edrúdagur minn. Ég hef aldrei litið um öxl, aldrei fengið löngun, þarf ekkert af þessum efnum, allar upplifanir eru hreinar og tærar og djúpar og sannar,” segir Bubbi Morthens og bætir við: “Áfengi er ömurlegasti vímugjafi sem til er, móðgun við heilann og taugakerfið eins Pepsí Max á gosmarkaðnum.”

Auglýsing