ÍSLENSKUR GUÐFRÆÐINGUR STYÐUR TRUMP

  Guðmundur Örn og Donald Trump.

  Guðmundur Örn Ragnarsson, guðfræðingur, farprestur og sjónvarpspredikari, er einn af mörgum í hópi Íslendinga sem eru hallir undir Donald Trump í bandaríska kosningaslagnum. Hér eru rök hans:

  “Donald Trump berst enn við stofnanabáknið og sigrar!

  Þegar Donald J. Trump vann forsetaembættið ögraði hann bæði stofnununum Repúblikana og Demókrata.

  Of lengi höfðu atvinnupólitíkusar verið við völd sem aðeins hugsa um að skara eld að eigin köku og voru einskonar Djúpríki. Þessir forkólfar flokkanna hunsuðu áhyggjur milljóna bandarískra miðstéttafjölskyldna sem vinna í sveita síns andlitis en allt efnahagskerfi Bandaríkjanna hvílir á.

  Þessar fjölskyldur litu ekki á sig sem Demókrata eða Repúblikana. Þær litu á sig framar öllu öðru sem Bandaríkjamenn. Og þeir vildu breytingar og fengu þær.”

  Auglýsing