EIRÍKUR BERGMANN (51)

Eiríkur Bergmann, prófessor og rithöfundur, er afmælisbarn dagsins (51) og spurður um óskalagið fyrir fjórum árum eða svo, en þá var David Bowie nýlátinn, var svarið svona:

“Ég er nú orðinn svo miðaldra að ég átti ekki von á því að listaverk gæti lengur haft svona áhrif á mig.

En er ég horfði á myndbandið í símanum mínum í tröppunum á kontornum eftir að hafa frétt af andláti hins magnaða meistara var ég svo sleginn að jafna má við höggbylgju – slík voru áhrifin. Varð ekki mikið úr verki þann daginn.
 
Lazarus tók sér einfaldlega bólfestu innra með mér og býr þar enn.
 
Mér hefur alltaf fundist ég hafa sérstaka tengingu við Bowie – þótt hann hafi aldrei vitað neitt um það.
 
Ástæðan er sú að hann var sá eini sem ég veit um að hafi álíka augnkvilla og ég. Augasteinninn í okkur báðum er misstór og augun því eins og mislit. Mér fannst hann því alltaf vera sérstaklega að blikka til mín – sem hann auðvitað gerði aldrei.
En svona er þetta nú.
Þegar ég drepst vil ég að Lasarus verði spilað á fullu blasti og að allir viðstaddir syngi hástöfum með – meista Bowie til dýrðar.”
Auglýsing