Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

20 MILLJÓN KRÓNA TÖF

Nokkur slagsíða virðist vera á því hvort fjölmiðlar segja frá töfum á flugi hjá WOW eða Icelandair. Flugi hjá WOW má sjaldnast seinka um klukkutíma, þá er búið að segja frá því á netmiðlum – og byrjað að tala um strandaglópa.

Síðastliðinn sunnudagsmorgun bar svo við að Icelandair felldi niður flug frá Washington til Íslands með engum fyrirvara. Tæplega 200 farþegar voru að tékka sig inn á flugvellinum þegar tilkynnt var að flugstjórinn hefði hætt við að fljúga vélinni vegna bilunar. Farþegarnir komust svo ekki í flug fyrr en kvöldið eftir, einum og hálfum sólarhring síðar – og lentu þannig í næturflugi til Íslands þannig að þriðjudagurinn var hálf ónýtur.

En af þessari uppákomu hefur ekki heyrst múkk í fjölmiðlum. Á því gætu verið tvær skýringar. Önnur er sú að svo fáir Íslendingar hafi verið um borð að enginn fjölmiðill hafi verið búinn að fá veður af töfinni. Hin er sú að jafnvel þó fjölmiðlar hafi vitað af málinu, þá hafi þeir ákveðið að sjálfs-ritskoða sig – ekki þó endilega af tillitssemi við almenning heldur allt öðrum ástæðum.

Svona tafir eru flugfélögum vissulega ekki ódýrar. Þau þurfa að bjóða farþegunum gistingu og mat og á þetta langri flugleið þarf að borga hverjum og einum 600 evrur í skaðabætur. Varlega áætlað kostaði þessi töf því um 100 þúsund krónur á hvern farþega, auk röskunar á flugáætlun og vaktatíma áhafna og viðgerðar á flugvélinni. Kostnaðurinn af þessari einu frestuðu flugferð gæti því verið í kring um 20 milljónir króna.

Fara til baka


HVAÐ Á JÓLAKÖKUSNEIÐ AÐ VERA ÞYKK?

Lesa frétt ›HATURSORÐRÆÐA Í BÍLNÚMERI

Lesa frétt ›EKKERT NÝTT UNDIR SÓLINNI

Lesa frétt ›NÁGRANNI DAVÍÐS FYRIR 125 MILLJÓNIR

Lesa frétt ›BUBBI TÚRAR UM LANDIÐ

Lesa frétt ›ÁSTARSORG ÓLÆKNANDI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að þetta sé Bjarki Þór rakari á Rebel Klippibúllu á Nýbýlavegi í Kópavogi. Tekið skal fram að hann klippir ekki alla eins og sjálfan sig.
Ummæli ›

...að strákarnir á Snaps, Sigurgísli og Stefán, hafi sótt um að opna veitingastað á Bergsstaðastræti 13 þar sem Bernhöftsbakarí var til húsa um áratugaskeið. Þeir hafa tryggt sér húsnæðið, sækja um leyfi fyrir 55 gesti en húsaleiga á þessum stað á Bergstaðastræti mun vera 800 þúsund krónur.
Ummæli ›

...að mánudagur sé ekki alltaf til mæðu.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. FLÝR AF VEITINGAHÚSUM: Ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen hefur átt undir högg að sækja á samfélagsmiðlum eftir að ...
  2. HJÓLASTÓLALAUS Á SÆTA SVÍNINU: Fegurðardísin Ásdís Rán, sem er eins og alþjóð veit að jafna sig eftir alvarlegt slys, naut lífs...
  3. JOHNSEN, JEPPINN OG KERRAN: Borist hefur póstur: --- Flottur jeppi og ekki verra að vera með kerru ef maður heitir Árni John...
  4. GIFTU SIG Í GRÍMSNESI: Eigandi Kjarvalshússins á Seltjarnarnesi, athafnamaðurinn Oliver Luckett, gekk að eiga sinn heit...
  5. SVEINN GESTUR Í NÆTURVAKTINNI: Sveinn Gestur Tryggvason, sem nú situr í gæsLuvarðhaldi ásamt Jóni Trausta Lútherssyni í tengslu...

SAGT ER...

...að Big Little Lies sé það besta sem sést hefur í sjónvarpi um áratugaskeið, eiginlega nútímaútgáfan af Desperate Housewives, bara miklu beittari og betri. Reese Witherspoon, Nicole Kidman, Shailene Woodley og Laura Dern leika konur sem eru hreinlega að ganga af göflum í yfirþyrmandi lúxuslífi og lygavef fjölskyldulífsins....a perfect life is a perfect lie. ps. Nicole Kidman er fimmtug í dag.
Ummæli ›

...að þetta sé líkast til rétt.
Ummæli ›

...að Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri hafi tekið bensín í Costco: Biðraðir voru í dælurnar til að fylla á tankinn frá vinstri hlið bíls. Þeir sem taka eldsneyti hægra megin komust fljótlega að.
Ummæli ›

...að það hafi verið stíll á landsliðsfyrirliðanum í knattspyrnu, Aroni Einari Gunnarssyni, er hann gekk að eiga Kristbjörgu Jónasdóttur í Hallgrímskirkju í gær.
Ummæli ›

Meira...