Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

20 MILLJÓN KRÓNA TÖF

Nokkur slagsíða virðist vera á því hvort fjölmiðlar segja frá töfum á flugi hjá WOW eða Icelandair. Flugi hjá WOW má sjaldnast seinka um klukkutíma, þá er búið að segja frá því á netmiðlum – og byrjað að tala um strandaglópa.

Síðastliðinn sunnudagsmorgun bar svo við að Icelandair felldi niður flug frá Washington til Íslands með engum fyrirvara. Tæplega 200 farþegar voru að tékka sig inn á flugvellinum þegar tilkynnt var að flugstjórinn hefði hætt við að fljúga vélinni vegna bilunar. Farþegarnir komust svo ekki í flug fyrr en kvöldið eftir, einum og hálfum sólarhring síðar – og lentu þannig í næturflugi til Íslands þannig að þriðjudagurinn var hálf ónýtur.

En af þessari uppákomu hefur ekki heyrst múkk í fjölmiðlum. Á því gætu verið tvær skýringar. Önnur er sú að svo fáir Íslendingar hafi verið um borð að enginn fjölmiðill hafi verið búinn að fá veður af töfinni. Hin er sú að jafnvel þó fjölmiðlar hafi vitað af málinu, þá hafi þeir ákveðið að sjálfs-ritskoða sig – ekki þó endilega af tillitssemi við almenning heldur allt öðrum ástæðum.

Svona tafir eru flugfélögum vissulega ekki ódýrar. Þau þurfa að bjóða farþegunum gistingu og mat og á þetta langri flugleið þarf að borga hverjum og einum 600 evrur í skaðabætur. Varlega áætlað kostaði þessi töf því um 100 þúsund krónur á hvern farþega, auk röskunar á flugáætlun og vaktatíma áhafna og viðgerðar á flugvélinni. Kostnaðurinn af þessari einu frestuðu flugferð gæti því verið í kring um 20 milljónir króna.

Fara til baka


AF ÖLLUM SÁLARKRÖFTUM

Lesa frétt ›VILL FEITAR KONUR - MYNDBAND

Lesa frétt ›FRAMSÓKNARMANNI MISBOÐIÐ

Lesa frétt ›ÁSMUNDUR 80 – GUNNAR 20

Lesa frétt ›STUÐMENN Í BRUGGHÚSI

Lesa frétt ›JUKEBOX BO AFTUR HEIM

Lesa frétt ›


SAGT ER...


Ummæli ›

...að ef Guðmundur Spartakus fær 2,5 milljónir frá RÚV, hvað fær þá  Rosi­ta YuF­an Zhang, veitingakona á Sjanghæ á Akureyri, fyrir fréttatrakteringu hins opinbera?
Ummæli ›

...að gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason geti horft stoltur um öxl: Fyrir fimmtíu árum.Einbeittur brotavilji stráksins í hvítu peysunni. Hljóðið er þó frá Kinks.Tíu árum síðar gerir þessi á hvítu peysunni plötu sem heitir ekki neitt, en er oft kölluð Öræfarokks platan. Það á að halda uppá fjörtíu ára afmæli þessarar plötu í Bæjarbíói Hafnarfirði, 19.október. Þreytist aldrei á að horfa á þessa ungu menn. Pabbi Jonna í Falkon tók þetta á 8mm vél úti í garði í Kópavogi, líklega 1967.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. HITNAR UNDIR GUNNARI BRAGA: Það kraumar í framsóknarpottinum á Króknum, helsta vígi flokksins á landinu, þar sem Framsóknarflokk...
  2. ÁSMUNDUR 80 – GUNNAR 20: Úrsltin í slag Ásmundar Einars Daðasonar, fyrrum alþingismanns, og Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrum...
  3. EGGERT VILL PÁL SEM FORMANN: Eggert Skúlason fyrrum ritstjóri DV, fréttamaður á Stöð 2 um árabil og almannatengill Eiðs Smára...
  4. JAKOB GLEYMDI FRAMSÓKN: Jakob Bjarnar Grétarsson, stjörnublaðamaður Vísis, sem skrifaði fréttina sem felldi ríkisstjórnina, ...
  5. ÁSGEIR TIL KSÍ?: Borist hefur póstur: --- Nú styttist í það að tæknilegur framkvæmdastjóri verði ráðinn hjá KSÍ. Mö...

SAGT ER...

...að kosningabaráttan sé komin á fleygiferð.
Ummæli ›

...að rómantíska lesbíumyndin La vie d'Adele sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið hafi verið frábærlega gerð og dásamlega djörf.
Ummæli ›


Ummæli ›

...að gamlir Bítlaaðdáendur telji þetta besta tónlistarvideo ever - samt var ekki búið að finna upp videoið - segja þeir.
Ummæli ›

Meira...