Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

20 MILLJÓN KRÓNA TÖF

Nokkur slagsíða virðist vera á því hvort fjölmiðlar segja frá töfum á flugi hjá WOW eða Icelandair. Flugi hjá WOW má sjaldnast seinka um klukkutíma, þá er búið að segja frá því á netmiðlum – og byrjað að tala um strandaglópa.

Síðastliðinn sunnudagsmorgun bar svo við að Icelandair felldi niður flug frá Washington til Íslands með engum fyrirvara. Tæplega 200 farþegar voru að tékka sig inn á flugvellinum þegar tilkynnt var að flugstjórinn hefði hætt við að fljúga vélinni vegna bilunar. Farþegarnir komust svo ekki í flug fyrr en kvöldið eftir, einum og hálfum sólarhring síðar – og lentu þannig í næturflugi til Íslands þannig að þriðjudagurinn var hálf ónýtur.

En af þessari uppákomu hefur ekki heyrst múkk í fjölmiðlum. Á því gætu verið tvær skýringar. Önnur er sú að svo fáir Íslendingar hafi verið um borð að enginn fjölmiðill hafi verið búinn að fá veður af töfinni. Hin er sú að jafnvel þó fjölmiðlar hafi vitað af málinu, þá hafi þeir ákveðið að sjálfs-ritskoða sig – ekki þó endilega af tillitssemi við almenning heldur allt öðrum ástæðum.

Svona tafir eru flugfélögum vissulega ekki ódýrar. Þau þurfa að bjóða farþegunum gistingu og mat og á þetta langri flugleið þarf að borga hverjum og einum 600 evrur í skaðabætur. Varlega áætlað kostaði þessi töf því um 100 þúsund krónur á hvern farþega, auk röskunar á flugáætlun og vaktatíma áhafna og viðgerðar á flugvélinni. Kostnaðurinn af þessari einu frestuðu flugferð gæti því verið í kring um 20 milljónir króna.

Fara til baka


SMYGLDRÓNI BROTLENDIR Í FANGELSISGARÐI

Lesa frétt ›NASISTAGULLIÐ Í LANDHELGINNI

Lesa frétt ›KÖTTUR NEFNDUR Á HÖFUÐIÐ Á ÞINGMANNI

Lesa frétt ›DRUSLUGANGAN FYRIR 3 ÁRUM

Lesa frétt ›HUNDUR BÍTUR BARN Á BRÆÐRABORGARSTÍG

Lesa frétt ›TÖFF TVÍFARAR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Justin Bieber hafi frestað því sem eftir var af risatónleikaferð hans til að stofna eigin sértrúarflokk; eigin kirkju, Bieberkirkjuna. Eftir átján mánaða tónleikaferð sagði hann stopp, gat ekki meira en undir það síðasta var hann með trúarvakningar baksviðs bæði fyrir og eftir tónleika þar sem hann reyndi að kristna samstarfsmenn sína og fjölskyldu - segir The Sun.
Ummæli ›

...að framsóknarkonur í borgarstjórn Reykjavíkur séu ánægðari úti á landi en heima hjá sér. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir: Mikið rosalega er allt hreint og snyrtilegt á Akureyri."
Ummæli ›

...að besta Happy Hour í höfuðborginni sé á Orange Espresso bar í Ármúla 4 þar sem Tuborg Classic á krana er seldur á 550 krónur frá 16-19 alla daga og hinir sem vilja kaffi og kökur fá sama díl - tveir kaffi og tvær kökur á sama verði og einn kaffi og ein kaka.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA GEGN COSTCO: Stofnuð hefur verið síða á Facebook, lík þeirri sem aðdáendur Costco eru með, en sú heitir Keypt í K...
  2. HUNDUR BÍTUR BARN Á BRÆÐRABORGARSTÍG: Hundur beit barn á Bræðraborgarstíg og móðirin er að vonum slegin. Um er að ræða barn Þóru Sigurðard...
  3. KLIKKAÐ Í KEFLAVÍK: Borist hefur myndskeyti: — Flugstöð Leifs heppna eftir miðnætti í gær. Töskusalurinn troðfullur ...
  4. AFMÆLISKVEÐJA FRÁ PABBA: Íþróttafréttaritarinn Edda Sif Pálsdóttir brillerar í fréttaflutningi fyrir Ríkissjónvarpið frá EM k...
  5. ÞINGMAÐUR KEYPTI HJÓL MEÐ YFIRDRÆTTI: Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata keypti sér rafhjól á 140 þúsund krónur og flutti til landsins....

SAGT ER...

...að stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson sé í góðu yfirlæti á frönsku Ríveríunni ásamt eiginkonu sinni og vinafólki.
Ummæli ›

...að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi gengið upp að Brúarskörðum á laugardaginn og komið niður í Úthlíð í Biskupstugunum hjá Birni bónda sem bauð honum upp á bjór og svo horfðu þeir á íslenska kvennalandsliðið í sjónvarpinu.
Ummæli ›

...að Ingvar Smári Birgisson sækist eftir að verða formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og hann er alveg eftir uppskriftinni: Ingvar er á 24 ára gamall og uppalinn í Reykjavík. Hann starfar hjá Nordik lögfræðiþjónustu en hann lauk BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og stundar nú meistaranám í lögfræði við sama skóla. Ingvar starfaði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu.
Ummæli ›

...að borist hafi póstur: Mikið af vagnstjórum og starfsmönnum Strætó BS hafa á undanförnu lýst yfir mikilli óánægju með mannauðsstjóra Strætó BS (Sigríður Harðardóttir). Þeim finnst hún hafa  komið illa  fram við starfsmenn og  ekki gæta jafnræðis. Starfsmenn í uppáhaldi fái öðruvísi  afgreiðslu en þeir sem ekki eru í uppáhaldi. Mannauðstjórinn kvað hafa gott samband  við trúnaðarmenn sem  eru ekki eins vinsælir hjá starfsmönnum vegna  leynifunda sem snúast um einstaka starfsmenn. Margir ganga svo langt að vilja að Strætó skipti um mannauðsstjóra.
Ummæli ›

Meira...