STRÆTÓBÍLSTJÓRI Í HLÝRABOL Í FROSTI

    Það er þægilegt að sitja í hlýjum strætisvagni þegar kalt er úti. En minna má nú gagn gera. Það mátti Axel Paul reyna:

    “Ég kann alveg að meta hlýjan strætó í svona veðri, en það er full mikið af því góða þegar bílstjórinn situr á bolnum með hitann í botni á meðan kappklæddir farþegar sitja og svitna.”

    Þegar þetta var munaði rúmum 30 stigum á hitanum úti og inni.

    Auglýsing