KRISTJÁN OG KATRÍN FARA EN LILJA KEMUR

    Úr bakherberginu:

    Heyrst hefur að Katrín Jakobsdóttir ætli að hætta um áramótin sem formaður VG og Svandís taki við sem formaður flokksins og forsætisráðherra. Katrínu hefur verið boðið feitt jobb í New York hjá Sameinuðu þjóðunum.

    Þá er staðhæft að Lilja Alfreðsdóttir gefi kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi í febrúar og Frosti Sigurjónsson sem varaformaður. Sigurður Ingi er víst ekki par hrifinn af þessum bollaleggingum þeirra.

    Þá er staða Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra orðin óviðráðanleg og hann sagður hætta sem ráðherra um áramótin. Jón Gunnarsson tekur við embættinu.

    Auglýsing