16 MILLJÓNA ÍBÚÐ MEÐ ÖLLU

    “Hver segir að ekki sé hægt að byggja hratt, vel, ódýrt og á landsbyggðinni? Á Bíldudal hafa verið teknar í notkun íbúðir sem eru mjög spennandi. Tæplega 60 m2 íbúðir á 16 milljónir með öllu,” segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sem er á ferð um Vestfirði og heldur áfram:

    “Húsin koma nánast fullbúin á hafnarbakkann. Uppsetningartíminn frá því þau komu til landsins þar til flutt er inn er einungis 2 vikur (sökkull klár áður). Húsið er glæsilegt og íbúðirnar flottar. Íslenska kalkþörungafélagið stendur að byggingunni og á hrós skilið fyrir.Þrátt fyrir þetta frábæra framtak þá hefur reynslan sýnt að ekki hægt að gera ráð fyrir því að öll fyrirtæki stígi fram af sama krafti og ráðist sjálf einhliða í nýbyggingar sem þessar. Þessvegna eru í undirbúningi aðgerðir, í samvinnu við Íbúðalánasjóð, til að efla uppbyggingu húsnæðis á landsbyggðinni. Í þeirri vinnu er einkum horft til Noregs og hefur verið unnið með norska Husbanken sem stýrir sambærilegum verkefnum í Noregi. Reynsla Norðmanna sýnir að það er hægt að snúa vörn í sókn.”

    Auglýsing