FÉKK SJOKK – ÍSLAND DÝRAST Í EVRÓPU

  France 24 birtir heldur nöturlega mynd úr Austurstræti með frétt sinni.

  Erlendir ferðamenn á Íslandi svitna ekki aðeins við að skoða vellandi hveri heldur og ekki síður þegar þeir fá reikningana á veitingahúsum og hótelum. Þannig hefst frétt frönsku ríkissjónvarpsstöðvarinna France 24 sem sendir um allan heim á mörgum tungumálum.

  Í fréttinni segir að verðlag á Íslandi sé 56 prósent hærra en víðast hvar í Evrópu, toppi meira að segja Sviss, Noreg og Danmörku samkvæmt tölfræði Eurostat.

  Segir þá frá 22 ára bandarískum stúdent, Quint Johnson, sem lagðist í rannsóknarvinnu á íslensku verðlagi áður en hann lagði í vikuferð til Íslands ásamt fjölskyldu sinni. Og þetta var niðurstaðan:

  “Ég fékk sjokk. Eftir að hafa rennt yfir matseðla á nokkrum íslenskum veitingahúsum sá ég að venjulegh pizza kostar um 2.400 krónur, næstum 17 evrur eða 20 dollara. Vínglas minnst 10 evrur og bjórglas 7 evrur. Ég er ekki vanur svona verðlagi,” sagði Quint Johnson.

  Sjá frétt France 24 hér.

  Auglýsing