EN HVAÐ ÞAÐ VAR SKRÝTIÐ!

  Það gengur á ýmsu í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar alþingismanns sem fékk ekki samþykki konu til að kyssa hana eftir barferð í mars og nú er spurt hvort hann hafi fengið samþykki til að birta sína hlið málsins á Facebook – sjá hér.

  Ég var nú svona að skoppa og hoppa hér og þar
  og hendast út og suður og elta flugurnar.
  Þá vissi ég ekki fyrr, en það vildi svo til,
  en valt ég ofan hólinn og niður í bæjargil.
  Ég meiddist ekki vitund, ég valt það eins og tunna.
  En veiztu hvað, þá sat hún þar hún Gunna
  og Helgi, sem sækir vatn í brunninn.
  Ég sá hann kyssti Gunnu beint á munninn!
  Þau ráku upp hljóð og hlupu beint til mín,
  og Helgi sagði: „Þú ert mikið svín!“
  En Gunna sagði: „Góða viltu þegja?“
  En guð veit, ég var ekki neitt að segja.
  Ég þagði eins og dúkka, dustaði bara kjólinn
  og dansaði svo aftur upp á bæjarhólinn.
  Svo fór ég inn til ömmu. Hún var að skera sköku.
  Hún skammaði mig ekkert, en gaf mér stóra köku.
  Og söguna ég sagði henni ömmu,
  ég sagði hana líka bæði pabba og mömmu,
  ég sagði hana öllum. Sumum fannst það lítið,
  þó sögðu miklu fleiri: „En hvað það var skrýtið!“

   

  Höf: Páll J. Árdal

  Auglýsing