10 FERMETRA HERBERGI Á 75 ÞÚSUND

  Erlendu verkamennirnir ganga glaðir til sinna starfa.

  Fréttaritari á vettvangi:

  “Okkur líður ágætlega  hérna,” segir erlendur bílstjóri hjá Kynnisferðum sem kom í fyrsta sinn til Íslands á vegum starfsmannaleigu. “Það er samt svoldið mikið dýrt að lifa hérna á þessu landi finnst manni því  maður er ekki vanur því að kaupa gosflösku á 2,5 evru.”

  Annar bílstjóri tekur í sama streng, segir að þeir séu 25 í stóru húsi og hver og einn hafi 10 fermetra til umráða og borgi fyrir þetta 75 þúsund krónur. 

  “Mér skilst að þar sem ég (hjá Strætó) vanti mikið af bílstjórum því kaupið er svo lágt að það fæst enginn í þetta,” segir hann. 

  Það eru stöndug fjármálafyrirtæki og fleiri sem  leigja út húsnæði til starfsmannaleiga sem endurleigja svo húsnæðið til starfsmanna sem þeir fá erlendis frá. Þá er spurt hvers vegna  ríki og borg  eru að fá til sín starfsfólk sem hýrist svo í 10 fermetra herbergi fyrir 75.000 krónur.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinKREDITKORT LOKAR
  Næsta greinSAGT ER…