1.000 DOLLARAR Á 2 VIKNA FRESTI

    Bergþóra veit hvað hún syngur.

    “Ef ég væri enn í Montreal væri ég sem sjálfstætt starfandi að fá $1000 á tveggja vikna fresti, sótt um á netinu og tekur max 2. mín. Búið að vera í gangi síðan í vor og búið að tryggja a.m.k. út september 2021. Þetta er bókstaflega að bjarga fólki,” segir  Bergþóra Jónsdóttir 33 ára grafískur hönnuður sem var búsett í Montreal í Kanada en flutti heim.

    Hún er ekki óvön því að búa erlendis en áður hefur hún verið búsett í Bretlandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Hún er ósátt að Íslenskir listamenn fái engan stryk.

    Ásta G. Grétarsdóttir sem býr á Spáni segir  að Spánverjar styrki fólk sitt líka: “Eins hér á Spáni, voru sett á í vor og ekkert ákveðið enn (held ég) hvenær það stoppar.”

    Auglýsing