ÞÚSUND DOLLARA NÓTTIN

    Bláa lónið er í 5. sæti á lista ferðavefsins Far & Wide yfir athyglisverðustu trendin í ferðalögum 2019. Í fyrsta sæti er að ferðast með strætó og rútum í stað flugvéla; meira að sjá og náttúruvænna.

    Í greininni er þess getið að nýja hótelið á bökkum Bláa lónsins sé frábært enda hafi stórstjarnan Beyoncé tekið öll 35 herbergin þar á leigu fyrir sjálfa sig og staff sitt þegar hún var hér á landi. Nóttin kostar frá 1.000 dollurum, rúmlega 120.000 íslenskar.

    Sjá listann í Far & Wide hér.

    Auglýsing